fbpx

Fréttir

12108933_10153083708510896_563572371424143381_nVillikettir eru komnir til að vera á Íslandi. Þeim hefur lítið verið sinnt fyrir utan einstaka dýravini. Viðhorf yfirvalda til þeirra hefur yfirleitt verið neikvætt og leitt til ómannúðlegra útrýmingarherferða. Flestir villikettir eru félagsdýr og hópa sig saman á svæðum þar sem einhverja fæðu er að finna. Markmið okkar er að stuðla að því að koma þessum dýrum til hjálpar með skipulegum aðgerðum. Þar vegur þyngst að ná dýrunum, gelda og framkvæma ófrjósemisaðgerðir. Rannsóknir erlendis sanna að TNR ( Trap – Neuter – Return ) eða Fanga-Gelda-Skila skilar mestum árangri í að fækka villiköttum og bæta velferð þeirra. Hér eru mannúðleg sjónarmið höfð í fyrirrúmi.

One thought on “Fréttir

  • 25/01/2016 at 22:24
    Permalink

    Mér finnst þetta mjög góð viðleitni og ætla að verða styrktaraðili.

Comments are closed.