fbpx

Svar Byggðalistanns í Skagafirði

Góðan daginn Villikettir

Við hjá ByggðaListanum viljum standa vörð um velferð dýra og viljum hafa 1gr. laga um velferð dýra frá árinu 2013 nr.55 að leiðarljósi en í þeim segir eftirfarandi:

  • ,, gr.Markmið.
    Markmið laga þessara er að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar verur. Enn fremur er það markmið laganna að þau geti sýnt sitt eðlilega atferli eins og frekast er unnt.“

 

Dýravelferð er stór málefnaflokkur og oft þegar dýr eru ekki haldin við viðunandi aðstæður eru einhver veikindi umráðamanna ástæðan og því er mikilvægt að félagsþjónustan sé virkjuð í þannig málum. Velferð dýra á þó alltaf að njóta vafans.

 

Varðandi starfsaðferðir hjá félaginu Villikettir teljum við það ekki standast lög um velferð dýra frá árinu 2013 nr.55 að fanga, merkja og skila geltum köttum út í náttúruna. Þegar kettir eru fangaðir og merktir með því að klippa framan af eyrunum í stað þess að örmerkja þá að þá er verið að brjóta 22. gr um Merkingar og skráningarskyldu laga um velferð dýra nr. 55/2013 en þar segir t.d.,, Skylt er að einstaklingsmerkja kanínur, ketti, hunda, geitur, hross, nautgripi, sauðfé og svín.
Matvælastofnun ber ábyrgð á að starfræktir séu gagnagrunnar um skráningu einstaklingsmerkja skv. 1. mgr. Stofnuninni er heimilt að fela öðrum starfrækslu gagnagrunns með samningi.
Við merkingu á dýrum skal nota aðferðir er valda sem minnstum sársauka og takmarka ekki eðlilegt atferli dýranna eða valda þeim óþarfa álagi. „
Einnig segir í 11. grein í reglugerð um velferð gæludýra nr.80/2016 eftirfarandi; ,,Merking og skráning.

Umráðamanni hunda, katta og kanína er skylt að auðkenna öll dýr innan 12 vikna aldurs með einstaklingsörmerki skv. alþjóðlegum ISO-staðli. Samtímis skal örmerkjanúmerið skráð í miðlægan gagnagrunn sem er samþykktur eða rekinn af Matvælastofnun.

Umráðamanni ber að tryggja að upplýsingarnar séu réttar á hverjum  tíma. Umráðamaður ber allan kostnað af merkingu og skrán­ingu dýra sinna. Hundar og kettir sem fara út skulu frá fjögurra mánaða aldri bera hálsól með merki þar sem fram koma eigendaupplýsingar svo sem nafn og símanúmer umráðamanns.“

 

Að framangreindu viljum við benda á betri lausn við útrýmingu villikatta sem er eftirfarandi; Gera umráðamenn katta meira ábyrga fyrir sínum dýrum. Við viljum upplýsa dýraeigendur og dýralækna um skyldu umráðamanna til þess að örmerkja alla ketti, einnig viljum við gera það að kröfu að tekið sé DNA-sýni úr hverjum skráðum ketti og sett í gagnagrunn sem væri miðlægur þannig að ef kettlingar eða ómerktir kettir á vergangi finnast að þá er hægt að rekja uppruna þeirra. Þessi hugmynd myndi hafa það í för með sér að skráningarkostnaður katta myndi aukast verulega og vera í kringum 20.000.