fbpx

Svar Pírata í Reykjavík

1. Hver er stefna ykkar flokks hvað varðar gæludýr, vergangsdýr og villt dýr í sveitafélaginu ?
Við erum með tvær stefnur í Reykjavík er lúta að dýravernd, önnur er stefna um dýravelferð og hin er stefna um stofnun dýraþjónustu.
Dýravelferðarstefnan tekur mið að Stefnu Reykjavíkurborgar um líffræðilegan fjölbreytileika ásamt því að við viljum gera betur en svo:
  1. Hundasvæði/gerði a) Hundasvæði/gerði þurfa að uppfylla lágmarksstærð og öryggiskröfur. Þeim verði fjölgað og markvisst hugað að viðhaldi. b) Hundagerði skulu vera vönduð og innihalda leiktæki og aðra afþreyingu. c) Í skipulagi á hverfum skuli gera ráð fyrir hundasvæðum/gerðum – huga þarf að lýsingu og aðbúnaði fyrir hundaeigendur til að ganga vel um svæðið sjálfur.
  2. Stefnt skuli að því að bæta líf og velferð útigangs- og villikatta í Reykjavík í samstarfi við félagasamtök sem þessu sinna nú. Búsvæði útigangskatta verði kortlögð og aðbúnaður katta innan borgarmarka bættur og reynt að stemma stigu við fjölgun þeirra með aðferð TNR (trap, neuter. release).
  3. Dýraathvarf verði opnað fyrir týnd og villt dýr með sólarhringsvakt. Í samráði við félagasamtök sem taka að sér þessi dýr eins og staðan er núna.
  4. Meindýravarnir endurskoðaðar (sjá meðfylgjandi árskýrslu frá Meindýraeyði)
  5. a) Veiði á ref verði hætt – skoða með tilliti til gildandi stefnu um líffræðilegan fjölbreytileika. b) Minnka veiði á mávum og öðrum fuglum sem eru skotnir með tilliti til stefnu um líffræðilegan fjölbreytileika. c) Ráðist verði í átaksverkefni varðandi kanínur í borginni þar sem íbúar eru hvattir til þess að sleppa ekki kanínum lausum. Ekki verði heimilt að veiða kanínu – heldur verði þær fangaðar og þeim fundið nýtt heimili/griðastaður. d) Selur verður friðaður. Ekki verði heimilt að veiða sel innan borgarmarkanna. Markvisst skuli unnið að fræðslu og aðgerðum til verndunar á sel í samstarfi við Selastofnun Íslands og Húsadýragarðinn.

Við viljum einnig stofna Dýraþjónustu sem mun sjá um öll mál er varða dýr bæði gæludýr og villt dýr með því markmiði að efla eftirlit og þjónustu við gæludýraeigendur og dýr:

  1. Stofnuð verði stjórnsýslueiningin Dýraþjónusta Reykjavíkurborgar.
  2. Dýraþjónustan beri ábyrgð á þjónustu og samskiptum við gæludýraeigendur, leyfisveitingum og framfylgd samþykkta borgarinnar um gæludýrahald.
  3. Verkefni Hundaeftirlitsins í Reykjavík og verkefni meindýravarna verði færð alfarið undir Dýraþjónustuna, sem og öll önnur verkefni er snúa að dýrum og dýravelferð.
  4. Þjónustuferlar borgarinnar sem snúa að dýrahaldi verði samhliða yfirfærslu til Dýraþjónustunnar alfarið rafvæddir og endurskoðaðir út frá aðferðafræði notendamiðaðrar hönnunar.
  5. Borgin hætti að skrá dýr í gagnagrunna hjá sér og nýti sér þess í stað aðra opinbera gagnagrunna sem fyrir eru, sbr. Dýraauðkenni.
  6. Trygging gegn tjóni þriðja aðila skuli ekki vera bundin tryggingu sem sveitarfélagið býður upp á heldur skuli hún vera valfrjáls.
  7. Samþykktir og gjaldskrár borgarinnar sem snúa að dýrahaldi verði endurskoðaðar í takti við breytt fyrirkomulag. Stefnt skuli að því að samþykktir verði felldar úr gildi eða styttar niður í allra einföldustu grunnatriði.
  8. Jafnframt verði önnur stefnumörkun borgarinnar og stofnanna hennar sem varðar dýrahald tekin til gagngerrar skoðunar, svo sem svigrúm leigjenda í félagslegu húsnæði til dýrahalds.
  9. Víðtækt samráð verði haft við gæludýraeigendur sem og aðra hagsmunaaðila við útfærslu þessa nýja fyrirkomulags.
2. Er flokkurinn búinn að móta sér stefnu í dýravelferðarmálum ?
 Já það höfum við gert núna í Reykjavík eins og sést á fyrra svari mínu og það er einnig í vinnslu dýravelferðarstefna á landsvísu sem mun vonandi klárast og vera samþykkt innan skamms.
Kær kveðja Valgerður 5. sæti Pírata í Reykjavík.