Ertu Villingur ?

Villikettir eru með til sölu fjölnota taupoka með áletruninni „Ég er villingur“ – allur ágóði rennur til styrktar félaginu Villikettir.

Tvennskonar pokar eru í boði – Þykkir og aðeins stærri verð er 3000 kr.  og þynnri og aðeins minni 2000 kr.

Hægt er að kaupa pokana í verslun Máls og Menningar við Laugarveg, Versluninni Iðu Zimsen við Vesturgötu í Reykjavík, og verslun Systra og Maka við Síðumúla í Reykjavík.   Einnig er hægt að panta taupokann hér: Smelltu til að panta   Þá þarf að millifæra greiðslu fyrir pokanum og sækja hann á einum af dreifingarstöðum Villikatta.   Eins er möguleiki á að fá taupokann sendan í pósti ef kaupandi er tilbúinn að borga fyrir póstburðargjaldið.