Facebook fréttir

Fréttir af Facebook síðum Villikatta

13 hours ago

Villikettir

Fréttir af Mýslu villikisu sem lenti fyrir bíl fyrir mánuði síðan og mikil leit var gerð að.
Mýsla villikisa heldur til á svæðinu sínu, þar er henni gefið að borða daglega. Hún sýnir ekki merki þess að hún sé illa slösuð en það er fylgst með henni daglega og búið að reyna mikið að ná henni í fellibúr til að koma til læknis - en Mýsla fer ekki í fellibúrið ennþá, hún hefur farið í búr áður og þá er oft erfitt að ná aftur í búr. Hún borðar og hreyfir sig eðlilega en við hættum ekki að reyna að ná henni.
... See MoreSee Less

View on Facebook

Jólaóróinn er kominn í vefverslun 🙂 Hann er að sjálfsögðu Villiköttur. Hægt að versla núna. 1900 kr. stk.
www.villikettir.is/product/jolaoroi/
... See MoreSee Less

View on Facebook

Fréttir af Facebook síðum Villikatta

2 weeks ago

Villikettir Hafnarfirði

Komin með heimili.
Mæja, ca. 10-11 vikna gömul læða leitar að heimili þegar hún er tilbúin. Hún er nýlega komin í hús og þarf sma´mönnun áður en hún getur farið á heimili.
... See MoreSee Less

View on Facebook

3 weeks ago

Villikettir Hafnarfirði

í þessu albúmi verða BARA kettlingar sem eru í heimilisleit. Við tökum myndirnar jafnóðum út og þeir fá heimili og setjum nýjar inn þegar nýir kettlingar finnast.
Ef þú hefur áhuga á að gefa einhverjum af þessum krúttum varanlegt heimili - sendu okkur þá skilaboð í gegnum síðuna 🙂 og fylltu út umsókn goo.gl/forms/G1RfkZOzLFLxniXX2

Við vekjum athygli á því að kettlingar frá okkur fara aðeins á heimili hjá einstaklingum sem eru 20 ára og eldri, Það kostar ekkert að fá kettling hjá okkur EN við rukkum 15 þúsund kr. fyrir geldingu, örmerkingu og 1x bólusetningu.

We will only display pictures of kittens looking for homes in this album. If you want to give one of these kittens a home, send us a message.
You pay 15.000 kr. for the kitten but you will get a credit for Neutering/vaccination/microchip for the kitten when it is old enough.
... See MoreSee Less

View on Facebook

Fréttir af Facebook síðum Villikatta

View on Facebook

5 days ago

Villikettir Reykjanesbæ og nágrenni

Þetta er hún Tara. Hún er líklega nálægt 2 ára og er voða ljúf og góð. Hún var skilin eftir fyrir utan dyralæknastofu og kom svo til okkar. Hún fékk svo heimili og var þar í tæpa 2 mánuði en var lögð í svo mikið einelti af kisunum sem fyrir voru á heimilinu að það var ekki alveg að ganga, svo nú leitar hún að nýju heimili. ... See MoreSee Less

View on Facebook

Fréttir af Facebook síðum Villikatta

2 days ago

Villikettir Vestmannaeyjum

Í dag er Alþjóðlegur dagur katta og viljum við nýta tækifærið til að þakka stuðning sem við erum búin að fá frá ykkur öllum.

Við hér í Eyjum erum búin að vera fullu að koma kotinu okkar í gott stand.
Vestmannaeyjabær úthlutaði okkur húsnæði sem þurfti frekar miklar viðgerðir og hefur Hlynur Már staðið vaktina í að koma kotinu í gott stand. Hann hefur skipt út veggplötum, slípað gólfið og gert tilbúið fyrir flotun og meira til.

Við erum nú þegar búin að fá gefins 125 kg af floti frá Þrídrangar ehf.
Vestmannaeyjabær styrkti okkur um allar þær plötur sem þurfti að skipt út ásamt millivegg.
Málningu fengum við gefins frá Miðstöðinni og einnig allt efni í gjafastaurana sem munu nýtast Villingunum okkar vel í vetur.
Húsasmiðjan styrkti okkur einnig um málningu ásamt penslum og fáum við skipadregil frá þeim þegar kotið verður tilbúið.
Við viljum þakka þessum fyrirtækjum kærlega fyrir að standa við bakið á okkur án þeirra stuðnings hefði þetta verkefni verið ómögulegt.

Enn eigum við langt í land og viljum við minna á styrktarreikninginn okkar þar sem enn vantar ýmislegt til að ljúka verkinu.

0133-05-010204 kt 7103141790

Við viljum líka þakka þeim Vestmannaeyjingum sem hafa styrkt okkur með framlögum á styrktarreikning og gefið okkur mikið af fisk fyrir Villingana og einnig húsgögn í kotið.
... See MoreSee Less

View on Facebook

2 days ago

Villikettir Vestmannaeyjum

Í dag 16. október fögnum við Alþjóðlegum degi Villikatta eða #GlobalCatDay eins og hann kallast. Þessi dagur er til að minna okkur á að hlúa að villi- og verganskisum um allan heim. Í tilefni dagsins þá ætlum við hjá Villiköttum að opna styrktar vefverslun Villikatta þar sem hægt verður að leggja starfi okkar lið með því að kaupa fallegar vörur sem félagið hefur látið hanna í samstarfi við Maríu Kristu Hreiðarsdóttur hönnuð og kotstjóra í Kristukoti í Hafnarfirði.
Til að byrja með verða nokkrar vörur í boði en þeim mun svo fjölga á næstu vikum. Endilega kíkið á verslunina okkar: www.villikettir.is/shop/
... See MoreSee Less

View on Facebook

Þetta litla kettlingakrútt kom í búr hjá okkur í gær og er núna komin inn í hlýjuna. Núna tekur við að manna þetta gull og svo finna honum framtíðarheimili❤ ... See MoreSee Less

View on Facebook

Fréttir af Facebook síðum Villikatta

Nú er útigerðið byrjað að taka á sig mynd og ekki langt í að kettirnir í athvarfinu geti byrjað að nota það. Við þökkum innilega þeim sem styrktu okkur í þessu verkefni og hlökkum til að sýna ykkur lokaútkomuna 😸 ... See MoreSee Less

View on Facebook

Fréttir af Facebook síðum Villikatta

2 days ago

Villikettir Norðurlandi

Í dag 16. október fögnum við Alþjóðlegum degi Villikatta eða #GlobalCatDay eins og hann kallast. Þessi dagur er til að minna okkur á að hlúa að villi- og verganskisum um allan heim. Í tilefni dagsins þá ætlum við hjá Villiköttum að opna styrktar vefverslun Villikatta þar sem hægt verður að leggja starfi okkar lið með því að kaupa fallegar vörur sem félagið hefur látið hanna í samstarfi við Maríu Kristu Hreiðarsdóttur hönnuð og kotstjóra í Kristukoti í Hafnarfirði.
Til að byrja með verða nokkrar vörur í boði en þeim mun svo fjölga á næstu vikum. Endilega kíkið á verslunina okkar: www.villikettir.is/shop/
... See MoreSee Less

View on Facebook

SOS! Mjólkandi læða óskast fyrir nýgotna kettlinga. Erum með læðu sem eignaðist 8 stk og þarf hjálp! ... See MoreSee Less

View on Facebook

2 months ago

Villikettir Norðurlandi

Þetta eru þær kisur sem að við höfum núna. Þær eru ýmist í Kisukoti eða hjá fósturfjölskyldum. Ef þið eruð áhugasöm þá sendið okkur skilaboð og fyllið út umsókn hérna: goo.gl/forms/zhkZcLQnJxusnX5n1 Það kostar ekkert að fá hjá okkur fullorðna kisu en hún afhendist geld og örmerkt og fyrir það greiðir þú 10 þúsund. Kettlingar kosta ekkert en þú borgar 15 þúsund kr. fyrir inneign fyrir geldingu, örmerkingu og bólusetningu sem þú getur notað þegar hann hefur aldur til. ... See MoreSee Less

View on Facebook

Fréttir af Facebook síðum Villikatta

2 days ago

Villikettir Suðurlandi

Í dag 16. október fögnum við Alþjóðlegum degi Villikatta eða #GlobalCatDay eins og hann kallast. Þessi dagur er til að minna okkur á að hlúa að villi- og verganskisum um allan heim. Í tilefni dagsins þá ætlum við hjá Villiköttum að opna styrktar vefverslun Villikatta þar sem hægt verður að leggja starfi okkar lið með því að kaupa fallegar vörur sem félagið hefur látið hanna í samstarfi við Maríu Kristu Hreiðarsdóttur hönnuð og kotstjóra í Kristukoti í Hafnarfirði.
Til að byrja með verða nokkrar vörur í boði en þeim mun svo fjölga á næstu vikum. Endilega kíkið á verslunina okkar: www.villikettir.is/shop/
... See MoreSee Less

View on Facebook

2 weeks ago

Villikettir Suðurlandi

Bella leitar að framtíðarheimili. Eins og sést er Bella sérstaklega falleg – þrílit, þar sem þessi rauðbrúni litur er áberandi. Hún er afar ljúf kisa, alger kelirófa og vill endalaust klapp og klór <3 Bella fannst á vergangi í Ölfusi og er talin geta verið nærri þriggja ára. ... See MoreSee Less

View on Facebook