Netla - Suðurland
Nafn: Netla
Kyn: Læða
Litur: Grá brún yrjótt
Aldur: 3-4 ára
Persónuleiki: Hlédræg
Netla er af dýralæknum metin vera á fjórða ári en gæti verið yngri, það er okkar tilfinning, en alltaf erfitt að meta. Hún er fallega grábrún yrjótt.
Netla hefur tekið stórstígum framförum hjá okkur síðan hún kom í sumar og nú finnst okkur hún vera tilbúin að eignast sitt einkaheimili.
Netla er svolítið hlédræg, vill ekki láta halda á sér ennþá en hún elskar blíðar strokur og malar þá og þæfir. Hún sækir ekki beint í athygli en þiggur, ef það er í boði. Henni kemur vel saman við kisurnar og elskaði villikettlingana, sem hún fékk að kynnast, afar mikið.
Netla er búin í ófrjósemisaðgerð, er tvíbólusett, örmerkt og hefur farið í heilsufarstékk og fengið ormalyf.