fbpx

Pontíus – höfuðborgarsvæðið

Pontíus - Höfuðborgarsvæðið

Nafn: Pontíus

Kyn: Fress

Litur: Hvítur með svörtu og brúnu og loðnu dökku skotti

Aldur: u.þ.b. 1 árs

Persónuleiki: Líflegur og leikglaður

Kelirófa

Hentar ekki með börnum

Hentar ekki með öðrum kisum

Pontíus fannst innilokaður í þvottahúsi á 6. hæð á Hótel Sögu. Hann var orðinn átakanlega grannur og hræddur þegar sjálfboðaliðar sóttu hann um páskana. Hann var rosalega þreyttur og aðeins þurr, en gekk vel að borða sjúkramat og hann var feginn mannlegri snertingu. Við auglýstum eftir eiganda hans en enginn gaf sig fram.

Pontíus er algjör kelirófa. Hann skríður í fangið á þér, kyssir og kúrir sig í hálsakoti á meðan hann nýtur þess að láta strjúka sér. Honum finnst allra best að sofa uppí á nóttunni og þá helst á koddanum með þér.

Hann er ungur högni og er mikill leikur í honum og forvitni á milli þess sem hann slakar á í sófanum. 

Hann elskar aðrar kisur en það eru ekki allar kisur sem elska hann. Hann er stríðinn og kann ekki alveg að virða mörk og fer því stundum yfir þau sem sumum kisum þykir pirrandi. Því væri best fyrir hann að vera eina kisan á heimilinu. 

Pontíus er geldur, örmerktur, ormahreinsaður, bólusettur og tilbúinn á framtíðarheimili. Hann er yndislegur, glæsilegur og lífsglaður köttur sem yrði hverri fjölskyldu dýrmætur meðlimur um ókomin ár. Smelttu hér ef þú hefur áhuga á að bjóða Pontíusi okkar öruggt og ástríkt heimili þar sem hann fær alla þá athygli sem hann á skilið.