Tókýó

Tókýó

Nafn: Tókýó

Kyn: Læða

Litur: Yrjótt

Aldur: um 2 ára

Persónuleiki: Mjög kelin, mikill leikur í henni

Hentar ekki með öðrum kisum

Ætti að vera í lagi með stálpuðum börnum

 

Tokyo er yndisleg yrjótt læða í heimilisleit. Hún er talin um tveggja ára gömul vergangskisa sem fannst í iðnaðarhverfi á höfuðborgarsvæðinu. Tokyo er yfirmáta kelin og mannelsk og malar hátt og mikið þegar hún fær athygli. Hún elskar að leika og er afar forvitin og kraftmikil. Það þyrfti að gæta vel að því að halda henni inni fyrst um sinn á nýju heimili. 

Tokyo er alger drottning og lyndir ekki við aðra ketti og þarf að vera eina kisan á heimili. Það hefur ekki reynt á hana með börnum en eins mannelsk og hún er þá ætti hún að vera í góðu lagi með eldri börnum sem koma fram við hana af tilhlýðilegri virðingu. Tokyo er geld, örmerkt og bólusett og tilbúin á ábyrgðarfullt heimili þar sem hún fengi næga athygli og þolinmæði meðan hún aðlagast.

Name: Tókýó

Sex: Female

Color: Tortie

Age: around 2 years old

Personality: Very playful and loves cuddles

Has to be the only cat in the home

Should be okay with older children

 

Tokyo is a marvelous tortoise female looking for a future home. She is a stray from an industrial area near the capital and believed to be around two years old. Tokyo is highly affectionate to humans, loves attention and her loud purr is adorable. She is very playful, curious and energetic and would need to be kept very strictly indoors at first in a new home. 

Tokyo is a queen supreme and does NOT get along with other cats, but considering her sweet nature to humans, respectful older children are probably ok with her. Tokyo is spayed, chipped and vaccinated and ready for a loving, responsible home where she would enjoy plenty of attention and patience while adjusting.