Feta og Batman Austurlandi

Batman og Feta óska eftir heimili saman. Þau eru mjög góðir vinir og getum við ekki hugsað okkur að aðskilja þau. Batman er talinn vera 6-7 ára og hafði lengi verið á vergangi á Egilsstöðum áður en hann kom til okkar. Hann er rólegur og sækir mikið í klapp og athygli. Feta er fædd úti á Seyðisfirði sumarið 2019, er forvitin og þiggur klapp frá þeim sem hún þekkir vel. Bæði eru þau vanaföst og líður best í rólegheitum. Heimili með ungum börnum koma því ekki til greina. Batman og Feta afhendast geld, örmerkt, bólusett og ormahreinsuð.

 

Til að sækja um Fetu og Batman smelltu hér

Villikettir