Elma Reykjanesbæ

etta er fallega Elma okkar. Elma er um 2 ára og kom í hús trítilóð en var svo fljót að læra af vini sínum honum Gumma ( fress sem kom í búr a sama stað , á sama tíma) og fór að leyfa klapp þegar hún var búin að fylgjast með honum njóta þess að fá klapp. Hún er rosalega háð Gumma og myndi ég segja að það væri mjög mikilvægt fyrir hana að ef þau verði tekin í sundur að hún fari þá á heimili með öðrum ketti. Það þarf að halda henni inni í marga mánuði því hún mun þurfa tíma til að verða alveg örugg á nýjum stað og það er vinna að halda feldinum hennar við. 
Hún er orðin voða ljúf og góð og leið og hún er búin í rakstri ( sem hún fer í fljótlega ) þá er hún bara tilbúin að fara að finna sitt framtíðarheimili. 
Elma er hjá villiköttum reykjanesbæ og nágrenni. 
Til að sækja um Elmu þá smellið hér
Villikettir