Kormákur Reykjanesbæ

Fallegi Kormákur okkar hefur verið hjá okkur í um 2 ár. Hann er óttalega huglaus greyið og á það til að hvæsa á mann og hleypur oft frá manni ef maður nálgast með hendina, nema maður sé með eitthvað gotterý í hendinni. En hann vill alveg leika við mann og maður er alveg í náðinni þegar hann sér að maður er að taka upp nammi. Það er hægt að lauma nokkrum strokum á hann svona á meðann hann er upptekinn við að borða eitthvað gott og svoleiðis en annars eigilega ekki. Hann er soldið svona langtíma “ verkefni“ og fer ekki nema til mjög þolinmóðrar manneskju sem getur haldið honum algjörlega inni og leyft honum að taka sér þann tíma sem hann þarf til að koma úr skelinni. Hann er mikill karakter og mjög gaman að fylgjast með honum. Hann er á þriðja ári svo hann er bara ungur. 
Kormákur er hjá villiköttum í reykjanesbæ og nágrenni.
Til að sækja um Kormák þá smellið hér
Villikettir