Bjartur Suðurlandi

Bjartur er hvítur og gulur, talinn vera 9 mánaða. Hann kemur sífellt á óvart, stundum er hann óöruggur með sig, þá hvæsir hann, urrar og slær. Hann er mikið matargat og það þarf að passa að hann borði ekki of mikið. Hann elskar að fá klapp og getur verið mikil kelirófa, en það þarf að vera á hans forsendum. Hann elskar að leika, hann vill mikla athygli og verður óþolinmóður ef hann þarf að bíða. Hann er klókur, klár og tekur vel eftir umhverfinu. Hann á eftir að verða skemmtilegur heimiliskisi, en þarf þolinmæði. Þyrfti helst að vera eini kisinn á heimilinu, þar sem hann er ekkert alltof mikið fyrir að deila athyglinni.
Bjartur er geldur, örmerktur, bólusettur og hefur fengið ormalyf.

Til að sækja um Bjart þá þarf að fylla út þetta form hér

Villikettir