Óðinn Suðurlandi

Óðinn er gulbröndóttur og hvítur. Hann er af dýralæknum talinn vera eins og hálfsárs en okkur finnst hann eldri. Hann fannst á vergangi á Suðurlandi. Óðinn er svo mikill ljúflingur og einstaklega kelinn malari. Hann elskar að fá kembingu og orðinn mikið betri í feldinum eftir dekrið. Hugsanlega væri best fyrir hann að vera eini kötturinn á heimili, hann er svolítið lítill í sér þegar kemur að öðrum köttum sem hann hefur kynnst hjá okkur. En samt aldrei að vita ef um væri að ræða ljúfan kött. Óðinn er geldur, örmerktur, bólusettur og hefur fengið ormalyf.

Til að sækja um Óðinn þá þarf að fylla út þetta form hér

Villikettir