Villingur Austurlandi

Villingur er líklega um 2-3 ára gamall og kom til okkar í október 2020 eftir að hafa verið á vergangi um skeið. Hann var þá mjög styggur og hræddur við fólk en hefur tekið undraverðum breytingum. Í dag er Villingur afar ljúfur og kelinn köttur sem líkar vel við alla sem hann hittir. Hann virðist við fyrstu sýn vera svartur og hvítur en er dökkgrár og með falleg græn augu. Villingi semur vel við aðra ketti en þætti sennilega ekkert verra að vera eini kötturinn á heimilinu. Hann afhendist geldur, örmerktur, bólusettur og ormahreinsaður.
Til að sækja um Villing smelltu hér
Villikettir