Skafti Austurlandi

Skafti er tveggja ára fyrrum villikettlingur frá Seyðisfirði. Hann er feiminn við ókunnuga en þykir gott að fá klapp frá þeim sem hann þekkir best og treystir. Mikilvægt er að áhugasamir eigendur geri sér grein fyrir þessu og gefi sér tíma til að öðlast traust hans. Skafti sækir mikið í leik við aðra ketti og því væri gott ef á framtíðarheimili hans væri annar köttur á svipuðu reki. Skafti er mikill matgæðingur og er fljótur á svæðið þegar blautmatur er á boðstólum. Hann afhendist geldur, örmerktur, bólusettur og ormahreinsaður.
Til að sækja um Skafta smelltu hér
Villikettir