Þórólfur Austurlandi

Þórólfur er ársgamall og kom til okkar sem stálpaður fjósakettlingur. Hann var þá mjög veikur af lungnabólgu og var lengi að jafna sig en er nú orðinn hinn hressasti. Þórólfur er forvitinn, fjörugur og þykir gaman að leika sér að hverskyns kattaleikföngum. Hann sækir mikið í félagskap annara katta og þætti gott að hafa leikfélaga á nýju heimili. Þórólfur er ekki mikið gefinn fyrir kjass og kúr en er þó aðeins farinn að sækja meira í það, enda byrjaður að róast af kettlingalátum. Hann afhendist geldur, örmerktur, bólusettur og ormahreinsaður.
Til að sækja um  Þórólf smelltu hér
Villikettir