Kamala Austurlandi

Kamala er tæplega ársgömul, fædd úti í villikattasamfélagi á Seyðisfirði. Hún er fjörug og forvitin og mikill leikur í henni. Inn á milli þykir henni þó gott að kúra og fá klapp. Kamala leitar mikið í félagsskap annarra katta og því hentar ekki að hún verði eini kötturinn á heimilinu. Kamala er mjög smágerð læða, svolítið feimin við nýtt fólk en það er fljótt að rjátlast af henni. Búið er að taka hana úr sambandi, örmerkja, bólusetja og ormahreinsa.

Til að sækja um  Kamala smelltu hér

Villikettir