Lára Suðurlandi

Lára er talin geta verið á öðru ári. Hún er fædd úti í stórum villikattahópi. Loppa systir hennar er lang besta vinkonan. Lára er farin að mala þegar vel liggur á henni en er ennþá feimin. Draumurinn er auðvitað að Lára fái heimili með Loppu systur sinni, en það er ekki skilyrði. Við trúum því að Lára muni taka miklum framförum fljótt á rólegu heimili.

Lára hefur verið tekin úr sambandi, er örmerkt, bólusett og hefur fengið ormalyf.

Til að sækja um Láru þá þarf að fylla út þetta form hér

Villikettir