Sísí

Þetta er Sísí. Sísí er líklega á bilinu 2-4ára. Hún kom til okkar ansi villt en er búin að vera hjá okkur þónokkuð lengi og er orðin allt önnur kisa í dag. Hún er alveg farin að leyfa klapp, en er alveg sérstaklega kelin við þá sem hún er farin að þekkja vel. Það eru alveg góðar líkur á að hún muni taka smá skref til baka við að fara á nýjan stað en hjá réttum eiganda, sem sýnir henni bara smá þolinmæði þá ætti hún að vera fljót til baka. Hún þarf að vera innikisa í alveg marga mánuði eða þangað til hún er alveg 110% örugg á nýja heimilinu og með alla á heimilinu. Hún er ekki að fara að láta lítil börn drösla sér eitthvað og ekki viss um að hún sætti sig við önnur dýr en kisur.

Til að sækja um Sísi þá smellið hér

Villikettir