Teddi

Þetta er hann Teddi. Þegar Teddi kom til okkar þá urraði hann á mann þó maður væri hinumegin í herberginu og stökk hvæsandi í áttina að manni ef maður kom nálægt, ss algjör gemlingur. En það var eitthvað í augunum á honum sem sagði okkur að þarna bak við þessa hörðu skel væri einhver ljúfur bangsi. Hann ákvað svo einn daginn að sýna okkur alveg nýja hlið á sér og í dag er hann alveg farinn að þyggja klapp en er auðvitað alveg sérstaklega skotin í þeim sem koma oftast í heimsókn til hans og hann farinn að þekkja best. Honum finnst líka voða gaman að leika.
Hann þarf að vera alveg inni í marga mánuði eða þangað til hann er orðin alveg 100% öruggur á nýjum stað.

Til að sækja um Tedda þá smellið hér

Villikettir