Drumbur Suðurlandi

Drumbur er afskaplega fallegur köttur, mest hvítur en með svarta flekki t.d. eins og fiðrildi á höfðinu. Hann er talinn vera þriggja ára og fannst á vergangi á Suðurlandi ansi mikið veikur.Drumbur hefur mjög gaman af að leika sér með bolta og annað kisudót og getur dundað sér endalaust við það. Hann er ekki mikið fyrir snertingu en á til að þiggja hana og njóta, sérstaklega ef hann er búinn að koma sér vel fyrir í mjúku bæli þar sem hann hefur yfirsýn. Hann þyrfti að komast á barnlaust heimili sem er að leita sér að sérlunduðum dekurmoka sem fær að þróast algerlega á sínum hraða og forsendum.

Drumbur er stór persónuleiki og gæti vel hentað með annarri rólegri kisu. Hann er geldur, örmerktur, bólusettur og hefur fengið ormalyf.

Til að sækja um Drumb þá þarf að fylla út þetta form hér
Villikettir