Auður

Auður er 2 ára og kom til okkar sem stálpaður villikettlingur frá Seyðisfirði. Hún er engin sérstök kelirófa en nýtur þess að vera nálægt fólkinu sínu, fylgist vel með öllu sem fram fer á heimilinu og vaktar fólk í baði. Auður er forvitin og stundum svolítill prakkari og er mjög spennt fyrir nýrri lykt og hlutum. Laser er í sérstöku uppáhaldi hjá henni og hún þreytist seint á þeim eltingarleik. Auður er vön öðrum köttum en hefur síðustu mánuði verið í fóstri þar sem hún hefur verið eini kötturinn á heimilinu og hefur það gengið vel. Búast má við nokkurra mánaða aðlögunartíma fyrir hana á nýju heimili og mikilvægt að framtíðareigandi sé meðvitaður um það. Hún leitar að rólegu og áreiðanlegu heimili án ungra barna. Búið er að taka Auði úr sambandi, örmerkja, bólusetja og ormahreinsa. 

Til að sækja um Auði smelltu hér

Villikettir