Íris Suðurlandi

Íris er svört og hvít og talin vera eins árs. Hún fannst á vergangi á Suðurlandi. Íris er mjög hæglát og lætur lítið fyrir sér fara. Finnst notalegt að hafa fallegan glugga og fylgjast með lífinu úti eða extra mjúkt bæli einhversstaðar. Hún malar blíðlega og vill strokur en hefur ekki fundið taktinn í að leika sér mikið ennþá. Íris þarf rólegt heimili og barnaheimili hentar henni ekki. Íris hefur verið tekin úr sambandi, er örmerkt, bólusett og ormahreinsuð.

 
Til að sækja um Írisi þá þarf að fylla út þetta form hér
Villikettir