Snædís Suðurlandi

Snædís er þrílít, einstaklega falleg læða sem talin er vera fjögurra og hálfsárs. Hún fannst á vergangi á Vesturlandi í árslok 2019. Fékk heimili en þurfti að koma til okkar aftur vegna ofnæmis. Snædís er að leita sér að heimili sem hefur góðan tíma til að sinna henni því hún vill athygli og blíðar strokur. Hún var útikisa en myndi sætta sig við að vera inni ef einhver er mikið heima. Snædís hefur verið tekin úr sambandi, er örmerkt, bólusett og ormahreinsuð.
 
Til að sækja um Snædísi þá þarf að fylla út þetta form hér
Villikettir