Puttalingur Reykjanesbæ

Þetta er hann Puttalingur, alltaf kallaður Putti. Hann er um 2 ára fress sem vantar nauðsynlega að komast á dýralaust heimili. Hann getur verið rosalega kelinn og góður en hann er farinn að vera ansi pirraður í koti með öðrum kisum þar sem hann þarf að mestu að vera í búri svo hann sé ekki í slagsmálum við hina. Okkur þykir mjög líklegt að þessi pirringur hjá honum lagist alveg þegar hann fær að vera eini kisinn á heimili en bara svona til öryggis þá borgar sig kanski ekki að hann fari á heimili þar sem eru óvitar. Annars er hann bara voða góður og forvitinn kisi sem vill vera með manni að brasast eitthvað.
Ef það eru einhverjar spurningar um hann þá er hægt að senda okkur skilaboð á facebook á villikettir reykjanesbæ og nágrenni
Til að sækja um Puttaling þá smellið hér
Villikettir