Ási Reykjanesbæ

Ási er yndislega kelinn og góður fress. Hann fær ekki nóg af klappi og knúsi. Hann gæti verið um 8 ára sirka. Hann var búinn að vera í einhver ár á vergangi þegar við náðum honum fyrst en svo slapp hann af fósturheimili og tók það okkur á annað ár að ná honum aftur en um leið og hann var kominn inn þá kom þessi kelikall fram aftur. Honum kemur vel saman við alla hina kettina í kotinu svo það ætti ekki að vera neitt vandamál fyrir hann að búa með öðrum kisum. 
Hann er hjá villiköttum reykjanesbæ og nágrenni.
Til að sækja um Ása þá smellið hér
Villikettir