Dreki Vestmannaeyjum

Þið sem eruð að hugsa um að fá ykkur kött, hafið þið íhugað að ættleiða fullorðin kött? Það eru margir góðir kostir við það. Eldri kettir eru rólegir og vinalegir. Ekkert vesen á þeim. Hættir að hanga í gardínunum og fá ekki lengur hlaupaæði um miðjar nætur og oftast hættir að nenna að veiða. Þeir vilja bara kúra í sófanum hjá ykkur yfir sjónvarpinu og láta klóra sér á kviðnum.
 
Þetta er hann Dreki, hann er 12 ára gamall, en ennþá mjög mikill leikur í honum, alveg yndislegur köttur sem fær ekki nóg af klappi og knúsi.
 
Til að sækja um Dreka smellið þá hér
Villikettir