Alex og Keli Vestmannaeyjum

Þið sem eruð að hugsa um að fá ykkur kött, hafið þið íhugað að ættleiða fullorðin kött? Það eru margir góðir kostir við það. Eldri kettir eru rólegir og vinalegir. Ekkert vesen á þeim. Hættir að hanga í gardínunum og fá ekki lengur hlaupaæði um miðjar nætur og oftast hættir að nenna að veiða. Þeir vilja bara kúra í sófanum hjá ykkur yfir sjónvarpinu og láta klóra sér á kviðnum.
Þessir 2 stóru og stæðilegu strákar eru sérlega heimilislegir. Fá aldrei nóg af keleríi og mala eins traktorar við það eitt að sjá manneskju. Fyrri eigendur voru að flytja erlendis og gátu ekki haft þá með sér. Þeir eru að leita að hjartahlýrri manneskju til að kúra hjá framvegis.
Keli og Alex eru 6 ára gamlir og alveg yndislegir kettir, þeir hafa alltaf verið saman og það væri gaman að leyfa þeim að vera áfram saman.
 
Til að sækja um Alex og Kela smellið þá hér
 
Villikettir