Prató Suðurlandi

Prató er talinn vera ca 6 mánaða. Hann er nánast blindur á öðru auga og ekki hægt að laga það, segja dýralæknar. Hann er smá feiminn ennþá en ljúfur malari og finnst mjög gaman að leika sér. Semsagt enn að læra að verða frábær heimiliskisi, leyfir að haldið sé á sér og besti vinur hans er Reynir, ljúfi svarti villingurinn í Loppukoti. Prató er geldur, örmerktur, bólusettur fyrri bólusetningu og hefur fengið ormalyf.

Til að sækja um Prató þá þarf að fylla út þetta form hér

Villikettir