Gráskeggur Suðurlandi

Gráskeggur er öldungur. Hann þótti mikill villingur þegar hann kom til okkar fyrst og er því eyrnaklipptur. Tennurnar reyndust fáar og hann er mjög stirður í hreyfingum. Bak við gamalt og lúið útlit leyndist svo þessi öðlingur, sem elskar strokur, mjúkt bæli og góðan mat. Við erum að leita að fólki sem er til í að veita Gráskeggi áhyggjulaust og gott ævikvöld. Hann er góður við aðrar kisur og elskar rólegheit og kúr. Gráskeggur er geldur, örmerktur, fullbólusettur og hefur fengið ormalyf.
Til að sækja um Gráskeggur þá þarf að fylla út þetta form hér
Villikettir