Reynir Suðurlandi

Reynir er talinn vera á fjórða ári. Hann þótti mikill villingur þegar
hann kom til okkar, þess vegna er hann eyrnaklipptur. En hann átti ekki
afturkvæmt út og hefur sannarlega breyst á þeim mánuðum sem hann er
búinn að vera hjá okkur. Nú er Reynir orðinn veraldarvanur innan um vini
sína í Loppukoti, vill vera aðal kelikarlinn og vefst um fætur
sjálfboðaliðanna. Hann er stór karakter, elskar strokur þegar hann er í
stuði og fær mikla athygli. Honum semur oftast vel við aðrar kisur,
finnst börn í lagi en vill hafa rólegheit. Reynir er geldur, örmerktur,
fullbólusettur og ormahreinsaður.

Til að sækja um Reyni þá þarf að fylla út þetta form hér

Villikettir