Tína

Þetta er Tína, sirka 2 ára dúlla.

Hún fór frá félaginu sem stálpaður kettlingur en týndist á fyrstu dögum og fannst ekki fyrr en 13 mánuðum seinna.  Á þeim tíma höfðu heimilisaðstæður breyst hjá eiganda hennar og hann gat ekki tekið hana aftur og kom hún því aftur til okkar.

Hún er mjög kelin og góð og vill alveg koma í knús og kúr en hún er ekki fyrir að láta halda á sér. Henni semur yfir höfuð vel við fress ketti en ekkert allt of spennt fyrir öðrum læðum. Hún er svo tilbúin að finna sitt framtíðarheimili.

Hún er hjá Villiköttum Reykjanesbæ og nágrenni.

Villikettir