Luna og Orca

Vinkonurnar Luna og Orca leita að framtíðarheimili saman. Þær vinkonur kynntust í Hverakoti og kunna vel við hvor aðra, en þekktust ekki fyrir. Þær eru fæddar úti en á sitthvorum staðnum.
Luna er þrílit og talin vera þriggja ára.
Orca er svört og líka talin um þriggja ára.
Þær eru báðar búnar að vera hjá okkur í um það bil eitt ár. Þær leyfa strokur frá þeim sem þær treysta og vilja vera í nálægð við fólk en ekki hafa neinn alveg ofan í sér. Þær elska að kúra saman, finnst harðfiskur góður, kalla hvor á aðra og eru forvitnar um allt í kringum sig. Þær eru vanar öðrum kisum og reyna að vera hugrakkar í kringum hund, sem stundum kemur í heimsókn. Við teljum að Luna og Orca eigi vel saman, enda góðar vinkonur.
Kostirnir við að taka að sér tvær kisur eru ótvíræðir, þær fá útrás fyrir leik, finna traust í hvor annarri og leiðist ekki þó þær séu einar part úr degi.
Til að sækja um Lunu og Ocru þá smellið hér

Villikettir