Glóð

Glóð er af dýralæknum talin fædd 2018. Hún fannst á Suðurlandi og enginn eigandi gefið sig fram. Glóð er góð kisa, malari og mikill spjallari.  Hún er veraldarvön og myndi trúlega henta best að verða útikisa, þegar hún er orðin vel klár á hvar hún á heima. Hún er ákveðin og mikil drottning þannig að sennilega vill hún athyglina sem eina kisan á heimili. Hún er núna búin í sínu læknastússi, búin að fá ormalyf og er geld, örmerkt og bólusett fyrri bólusetningu.

Til að sækja um Glóð þá smellið hér

Villikettir