Surtla

Surtla er svört, talin vera tveggja ára. Hún var bara skinn og bein
þegar hún fannst, blóðlaus og með kalið eyra. Hún þurfti því talsverðar
læknismeðferðir. En Surtla er búin að ná sér á strik. Hún er stór
karakter og ýtin á fólk. Vill athyglina óskipta og á til að launa
strokur með smá narti. Það er mjög mikill leikur í henni og orkan er
alveg komin til baka. Surtlu myndi henta best að vera eina kisan á
heimili.
Surtla er geld, örmerkt, fullbólusett og hefur fengið ormalyf.

Til að sækja um Surtlu þá smellið hér

Villikettir