Úlli

Úlli fannst á Suðurlandi og enginn þekkti hann. Hann er hvítur með dökka flekki á höfði og grábröndótt skott. Hann er talinn vera fimm ára. Úlli er vanur öðrum kisum og hundi og kemur vel saman við önnur dýr og börn. Hann er mjög gæfur, góður og forvitinn. Úlli hefur greinilega verið útiköttur og er því með smá útþrá. Hann er geldur, örmerktur, hefur fengið fyrri bólusetningu og ormalyf.

Til að sækja um Úlla þá smellið hér

Villikettir