Fjóli

Fjóli er talinn vera ca 7 til 8 mánaða, svartur og langhærður. Hann
þurfti að fara í rakstur vegna flókanna en það er allt að koma til baka.
Fjóli eða Flóki eins og hann er stundum kallaður er fæddur úti, en hefur
farið mikið fram undanfarið enda á hann besta vin í Loppukoti, hann
Bóbó, sem hefur tekið hann að sér. Fjóli er feiminn, en ljúfur og elskar
að fá klapp og klór. Honum finnst gaman að leika sér þegar feimnin
rjátlast af honum.

Til að sækja um Fjóla þá smellið hér

Villikettir