Gáma

Gáma er ljúf og leikglöð ung læða ca. 2-3 ára. Hún elskar klapp, en vill ráða sjálf hvenær er klappað og er þá malað með miklum látum. Hún elskar að fá kembingu og burstun á þykka feldinn sinn. Gámu myndi henta mjög vel heimili þar sem er vinalegur eldri fress sem einnig er góður með öðrum kisum. Hún er óþreytandi að leika og væri því mögulega einnig góð með stálpuðum börnum þó ekki hafi reynt á það, en er dáldill prakkari og á til að klóra í húsgögn þó nóg sé af klórustaurum. Hún er líkleg til að vera stygg í byrjun og því nauðsyn að tilvonandi heimili sýni henni þolinmæði og leyfi henni að aðlagast á eigin forsendum.
Gáma er fullbólusett og geld.

Til að sækja um Gámu smellið hér

Villikettir