Gosi

Gosi er vandræðapésinn okkar í kotinu.  Hann þolir alls ekki aðra ketti (eða dýr) og þyrfti því að vera einkaprinsinn á heimilinu. Hann þiggur klapp og klór en á það stundum til þessa dagana að láta vita þegar hann hefur fengið nóg með því að reyna að slá til þess sem er að klappa honum. Það venst líklega af honum þegar hann er kominn í sitt eigið umhverfi þar sem honum finnst hann ekki sífellt þurfa að vera á varðbergi. Hentar ekki með ungum börnum en finnst gaman að leika sér þannig að stálpuð börn gætu komið til greina. Þá þyrfti samt að fara hægt og rólega í að kynna hann fyrir þeim, svo hann detti ekki í að verða of æstur og óvart ráðast á þau. Getur alls ekki verið útiköttur.

Til að sækja um Gosa þá smellið hér

Villikettir