Prins

Prins er alger útikisa og þarf því að fara á heimili þar sem hann kemst inn og út nokkurn veginn eins og honum hentar.  Hann er mjög loðinn og þarf því mikla feldumhirðu, þarf að bursta amk 1-2x á dag og jafnvel baða líka sérstaklega því hann er útikisa. Þegar hann kom til okkar var feldurinn í mjög slæmu ástandi og því var hann rakaður. Getur verið grumpy og gefið frá sér hálfgert urr þegar það er verið að strjúka honum, en það er aldrei neitt meira en það og líklega er þetta bara fýla yfir því að geta ekki komist almennilega út. Bjó á heimili þar sem voru börn, en var lítið heima svo það reyndi líklega ekki mikið á samveru með þeim. Hentar trúlega ekki á heimili með öðrum dýrum, á það til að vera fúll út í hinar kisurnar í kotinu.

Til að sækja um Prins þá smellið hér

Villikettir