Tímon frá Austurlandi

Tímon leitar að heimili til að eiga traust og rólegt ævikvöld. Hann er kominn á efri ár en er mjög sprækur og við góða heilsu.  Tímon er mjög kelinn og mannelskur, mikill spjallari og elskar athygli. Hann þyrfti að vera eini kötturinn á sínu framtíðarheimili og geta komist út.

Tímon afhendist geldur, örmerktur, bólusettur og ormahreinsaður.

Til að sækja um Tímon smelltu hér

Villikettir