Púmba frá Austurlandi

Púmba er að leita að heimili til að eiga traust og rólegt ævikvöld.  Hann er kominn á efri ár en er við mjög góða heilsu, þó hann mætti við því að léttast aðeins. Hann er mjög rólegur og kelinn og lyndir vel við börn og flesta aðra ketti. Honum þætti þó ekkert verra að vera eini kötturinn á heimilinu og fá alla athyglina óskipta. Gott væri ef hann færi á heimili með Tímon bróður sínum (sjá hans auglýsingu) en það er þó ekki skilyrði. Púmba er mjög heimakær en vill samt fá að komast út þegar vel viðrar.

Hann afhendist geldur, örmerktur, bólusettur og ormahreinsaður.

Til að sækja um Púmba smelltu hér

Villikettir