Brandur frá Austurlandi

Brandur er um 4 ára fress, rólegur og mjög kelinn. Hann er með eindæmum mannelskur og barngóður og vill helst liggja í fangi og láta hnoðast með sig. Brandur er vanur öðrum köttum en þætti alls ekki verra að vera eini ferfætlingurinn á heimilinu og fá alla athyglina óskipta frá sínu fólki. Honum þætti gott að fá að kíkja út við og við en er sáttur inni á meðan hann fær nóg af knúsi og athygli.
Brandur afhendist geldur, örmerktur, bólusettur og ormahreinsaður.

Til að sækja um Brand smelltu hér

Villikettir