Dúlli Suðurlandi

Dúlli er tveggja og hálfs árs, stór og mikill bolti. Annar eins öðlingur
er vandfundinn. Við köllum hann stundum doktor Dúlla því hann er svo
góður við veikar kisur og hræddar og hefur svo góð áhrif á menn og dýr.
Dúlli er mjög gæfur og blíður og elskar að láta knúsast með sig og veita
sér athygli. Hann er örmerktur, geldur, bólusettur og hefur fengið
ormalyf. Hann fór líka í tannhreinsun og þurfti að losna við vígtönn sem
lá þversum. Hins vegar er hann með vígtönn í neðri góm sem skagar fram,
en er heil og háir honum ekki, en gerir hann extra sætan

Til að sækja um Dúlla smellið hér

Villikettir