Dollý

Dollý okkar er heldri villikisa sem hefur verið lengi í koti hjá okkur og enn lengur í umsjá Villikatta. Dollý var á sínum yngri árum tekin inn, geld og skilað aftur heim til sín. En þegar aldurinn fór að segja til sín hjá dömunni og tönnunum fækkaði var hún tekin inn til frambúðar. Dollý hefur staðið sig furðu vel og verið mjög dugleg að læra að umbera allt þetta mannfólk ❤ Hún er róleg og undurmjúk, lítil kisa sem kann best við sig kúrandi í hlýju bæli á besta stað. Hún hefur verið innikisa lengi núna og semur ágætlega við aðra ketti, en gæti vel unað sér vel sem eina kisan á heimili. Hún kann ákaflega vel að meta nammi og blautmat og leyfir klapp þegar henni sjálfri hentar. Dollý þarf virkilega á því að halda núna að komast á fósturheimili eða framtíðarheimili sem er tilbúið að taka henni eins og hún er og kynnast hennar sérstaka karakter á hennar forsendum. Heimilið þyrfti að vera tilbúið að veita Dollý toppþjónustu, ekki bara með mjúkum bælum og góðu nammi, heldur einnig að fylgjast vel með heilsunni hennar. Dollý er geld, örmerkt, bólusett og ormahreinsuð. Til að bjóða Dollý þína þjónustu og uppskera í staðinn hennar sérstöku vináttu, endilega smelltu hér

———–
Our Dollý is an elderly feral female who has been in our shelter for quite some time and in the care of Villikettir for much longer. Dollý was trapped, neutered and returned in her younger days. But as our fine lady aged and lost some of her teeth, it was decided to bring her indoors permanently. Dollý has been quite a good sport learning to tolerate the pesky humans and has made steady progress ❤ She is an easy going, wonderfully soft, little cat that loves to sleep in a soft, warm place (preferably the best spot available). She doesn‘t mind to be indoors only and fine with other cats. She would do well as either an only cat or with other cats. She really appreciates a nice treat, wet food and will allow some petting on her own terms when she‘s ready ❤ What Dollý really needs now is a foster home OR a forever home (or both!) that is ready to take her as she is and get to know the very special character she is – on her terms. This home would need to be able to provide Dollý with first class service, not just with soft beds and nice treats, but also to take good, responsible care of her health. Dollý is spayed, microchipped and fully vaccinated. To offer Dollý your services and perhaps be rewarded with her unique and special friendship, please click here

Villikettir