Rúna

Rúna er þriggja ára gömul læða sem kom fyrst í umsjá Villikatta sem lítill villikettlingur. Hún fór á heimili sem kettlingur, en vegna breyttra aðstæðna er hún nú komin til okkar aftur og er í heimilisleit. Rúna er ákaflega vinaleg og kelin, mikið matargat og mjög forvitin. Hún er mikill karakter og gæti hentað vel að vera eina kisan á heimili. Rúna unir sér ágætlega sem innikisa og gæti hentað með rólegum börnum. Hún er geld, örmerkt og bólusett og er eingöngu tilbúin á 100% öruggt heimili til frambúðar. Rúna er búin með sinn skammt af flutningum ❤ Til að bjóða öruggt framtíðarheimili fyrir Rúnu okkar, endilega fyllið út umsókn hér
——————-
Rúna is a three year old female who first came into our care as a little feral kitten. She found a home that turned out not as furever as we had hoped, and now she has returned looking for a new home. Rúna is extremely friendly and cuddly, loves all food and is a very very curious and funny cat. She‘s quite a personality and may do best as the only cat in a home. She has been happy as an indoors only cat and might be suitable with calm children. She is spayed, microchipped and vaccinated and available to a 100% stable and permanent home only. Rúna is done with her share of instability ❤ To offer Rúna her forever home for keeps, please fill out an application here

Villikettir