Púki Austurlandi

Púki er um 5 ára gamall fress sem var á vergangi á Fljótsdalshéraði. Hann er stór og stæðilegur, með kolsvartan og glansandi feld og augu sem ýmist eru skærgræn eða gul. Púki er búinn að vera í heimilisleit í tæp tvö ár sem er algjörlega óskiljanlegt, því hann er svo ljúfur, kelinn og semur mjög vel við aðra ketti. Þrátt fyrir að sækja mikið í klapp hefur Púki aldrei malað og hefur heldur aldrei heyrst mjálma eða urra. Líklega er hann raddlaus og því fer afskaplega lítið fyrir þessum blíða rólyndisketti. Púki er staddur í athvarfi Villikatta á Egilsstöðum en myndi eflaust þola flutninga í aðra landshluta vel. Hann afhendist geldur, örmerktur, bólusettur og ormahreinsaður.

Til að sækja um Púka smelltu hér

Villikettir