Myrja Austurlandi

Myrja náðist á Seyðisfirði síðasta sumar, þá hvæsandi og kolbrjálaður villikettlingur. Hún hefur tekið gríðarlegum framförum síðan þá og er orðin mjög hænd að sjálfboðaliðunum sem sinna henni en tekur sér alltaf smá tíma í að venjast nýju fólki og þyrfti ákveðinn aðlögunartíma á nýju heimili. Það er mikill leikur í Myrju, enda er hún bara um 10 mánaða gömul ennþá og best væri ef hún kæmist á heimili með öðrum ketti. Hún er stödd í athvarfi Villikatta á Egilsstöðum en gæti vel farið á heimili í öðrum landshluta. Búið er að taka Myrju úr sambandi, örmerkja, bólusetja og ormahreinsa.

Til að sækja um Myrju smelltu hér

Villikettir