Mosi Austurlandi

Mosi er um 1 og hálfs árs fress sem kom til okkar sem stálpaður fjósakettlingur. Hann hafði þá lítil kynni haft af mannfólki en hefur tekið miklum framförum og kann nú vel að meta gott eyrnanudd og klór á kollinn. Hann er þó alltaf svolítið var um sig í kringum nýtt fólk og kann illa að meta hávaða og hamagang. Mosi þyrfti því að komast á rólegt heimili þar sem hann gæti aðlagast nýjum aðstæðum á sínum hraða. Hann er algjör kelirófa inn við beinið og á mikið inni hjá þolinmóðum eiganda. Honum semur mjög vel við aðra ketti og er vanur rólegum smáhundi. Mosi er staddur í athvarfi Villikatta á Egilsstöðum og afhendist geldur, örmerktur, bólusettur og ormahreinsaður.

Til að sækja um Mosa smelltu hér

Villikettir