Yrja Austurlandi

Yrja er 2-3 ára fyrrum villiköttur frá Egilsstöðum. Hún hefur tekið miklum framförum síðan hún kom til Villikatta og er orðin mjög mannelsk og kelin en tekur sér smá tíma í að kynnast nýju fólki. Yrju lyndir vel við aðra ketti og hefur verið dásamleg fósturmamma fyrir fjölda kettlinga en þætti ekkert verra að vera eina dýrið á heimilinu. Líklega myndi henta henni best að fara á rólegt heimili þar sem hún gæti fengið að fara út. Yrja er stödd í athvarfi Villikatta á Egilsstöðum. Búið er að taka hana úr sambandi, örmerkja, bólusetja og ormahreinsa.
Til að sækja um Yrju smelltu hér
Villikettir